Vegna viðhalds á elstu stöðinni okkar, Holtagörðum, þurfum við því miður að loka frá 15.júlí. Tímar verða færðir yfir í stöðina okkar í Faxafeni á meðan þessu stendur.
Enn verður hægt að fara í Crossfit og Momentum BJJ en farið verður inn bakdyramegin og munu kennararnir ykkar útskýra það betur.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en erum spennt að opna dyrnar aftur eins fljótt og hægt er. Væntum þess að geta opnað aftur fljótlega eftir mánaðarmótin.