CBC Spin

Hjólatími sem þú hjólar eftir Wöttum og snúningshraða. Í þessum tímum eru allir jafnir, hvort heldur sem byrjendur eða lengra komnir.

Árangurinn mælist!

Við vinnum í litum í CBC (Coach by Color). Litirnir eru hvítur, blár, grænn, gulur og rauður og gefa þeir til kynna álagið sem við vinnum með hverju sinni, rauður er þyngstur og hvítur er nánast hvíld.

Í þessum tíma eru allir jafnir - hvort sem þú ert að byrja eða búin/n að vera hjólameistari í mörg ár. Það er vegna þess að gefnar eru upp forsendur (aldur, kyn, þyngd o.s.frv.) og við tökum watta próf*, þar fáum við okkar persónulegu tölu sem við vinnum í að bæta. Þetta gefur okkur það tækifæri að allir geti gert sömu æfingar þrátt fyrir mismunandi getu.

Þetta æfingakerfi er að setja hjólaþjálfun á miklu hærri standard. Í þessum tíma er spiluð hvetjandi tónlist sem fær þig til að gleyma þér í gleðinni!

HVAR?

Holtagarðar
Tjarnarvellir

Salur

Spin

ERFIÐLEIKASTIG

Þessi tími hentar öllum getustigum í líkamsrækt. Þú stjórnar álaginu sjálf/sjálfur með mótstöðunni á hjólinu.
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram