Hot Pilates

Viltu þjálfa og styrkja kjarnavöðva líkamans? Þá er PILATES eitthvað sem þú ættir að prófa!

Toppað með slökun og teygjum í lok tíma.. geggjuð tvenna!

Mjúkur styrktartími með fjölbreyttar æfingar fyrir allan líkamann. Tíminn er kenndur í innrauðum hita (38-40°) með góðri slökun og teygjum í lokin. Áhersla er lögð á að þjálfa og styrkja kjarnavöðva líkamans sem bætir líkamsstöðu, eykur jafnvægi og stuðlar að almennri vellíðan.

Frábærir tímar fyrir bæði karla og konur sem vilja auka styrk, bæta jafnvægi og liðleika. Hver og einn ræður sínum þyngdum og álagi en unnið er með eigin líkamsyngd, létt handlóð, teygjur og stóran bolta. Í tímanum er farið yfir grunn pilates æfingar ásamt öðrum styrktaræfingum.

HVAR?

Lambhagi
Faxafen

Salur

Flex

ERFIÐLEIKASTIG

Þessi tími er fyrir alla, þjálfari leiðbeinir og aðstoðar svo þú fáir sem mest út úr tímanum.

Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!

ATH. Við erum ekki með símanúmer

Hafa samband | Facebook spjall

© Höfundarréttur 2020 - Reebok Fitness - Öll réttindi áskilin
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram