NÝTT 💚 Rólujóga - Trapeze Yoga

14 mars, 2023
4 vikur
24.900.-

Styrkur

30%

Úthald

15%

Liðleiki

50%

Núvitund

5%

Gerðu gott við bakið þitt og snúðu þér á hvolf! Yoga Trapeze æfingar eru styrkjandi og sjálfseflandi, bæta liðleika og líkamsstellingu.

Staðsetning

Faxafen

Rólujóga (Yoga Trapeze)æfingar eru alveg einstakar - frumlegar, bráðskemmtilegar og sannkölluð veisla fyrir bakið þitt!

Með því að hanga á hvolfi frá mjöðmunum í jógarólunni réttir þú vel úr hryggnum og lengir hann og tekur allan þrýstinginn af hryggþófunum. Það hjálpar þér að losna við bakverki eftir daglegt vinnuálag eða jafna þig eftir meiðsl. Ýmsar tog- og róðurhreyfingar sem Yoga Trapeze býður upp á styrkja vöðva á bakhluta líkamans sem styðja hrygginn enn betur.

Í Trapeze tímunum vinnum við í liðleika með skilvirkum teygjum og bakbeygjum sem eru miklu aðgengilegri en á dýnu. Æfingarnar styrkja grip, axlir, hendur, bak- og magavöðva og bæta jafnvægi. Þar að auki stuðla öfugsnúnu pósurnar að þindaröndun sem hefur róandi áhrif á taugakerfið.
Það er bæði skemmtilegt og gefandi að æfa Yoga Trapeze - þú kemur þér í flott form, bætir almenna hreyfigetu og byggir upp sjálfstraust í leiðinn

Faxafen

Train

Hefst: 14 mars

Þriðjudagar 18:00 - 19:00
Laugardagar 12:00 - 13:00
Kaupa

Svetlana Álfheiður

Kaupa
Smelltu hér fyrir kaupleiðbeiningar
map-markercalendar-fullhourglass