Styrkur
30%
Úthald
15%
Liðleiki
50%
Núvitund
5%
Rólujóga (Yoga Trapeze)æfingar eru alveg einstakar - frumlegar, bráðskemmtilegar og sannkölluð veisla fyrir bakið þitt!
Með því að hanga á hvolfi frá mjöðmunum í jógarólunni réttir þú vel úr hryggnum og lengir hann og tekur allan þrýstinginn af hryggþófunum. Það hjálpar þér að losna við bakverki eftir daglegt vinnuálag eða jafna þig eftir meiðsl. Ýmsar tog- og róðurhreyfingar sem Yoga Trapeze býður upp á styrkja vöðva á bakhluta líkamans sem styðja hrygginn enn betur.