Þessi litla stöð sem staðsett er á efri hæð í Ásvallalaug hefur mikinn sjarma, huggulegur og þægilegur tækjasalur tekur á móti þér þegar þú kemur þar inn. Rólegheit og heimilislegt andrúsmloft. Það er mjög vinsælt að smella sér á góða æfingu í tækjasal og fara svo í sund beint á eftir.