Árný Andrés

Um mig

Einkaþjálfari

Hóptímakennari

Námskeiðakennari

Ég útskrifaðist úr íþróttafræði frá háskólanum í Reykjavík og hef starfað sem einkaþjálfari og hóptímakennari í 10 ár. Hef alltaf haft mikinn áhuga á hreyfingu og öllu sem við kemur heilsu. Æfði sjálf fótbolta og frjálsar á yngri árum og hef alltaf verið mjög virk. Það gefur mér mikið að geta hjálpað öðrum að bæta líkamlega og andlega heilsu á heildstæðan hátt. Ég legg áherslu á fjölbreytni og fagmennsku bæði þegar kemur að æfingum hjá mér sjálfri og kúnnum. Hreyfing á að vera skemmtileg, fjölbreytt, hvetjandi og fyrirbyggjandi. Ég starfa sem þjálfari hjá Reebok Fitness þar sem ég býð upp á einka-, hóp og fjarþjálfun og einnig kenni ég hóptíma og útiþjálfun. Lyftingar og Hot Body eru uppáhaldið mitt þegar kemur að þjálfun.

Tek að mér einka- og hópþjálfun fyrir alla aldurshópa. Ég hef mikinn áhuga á að aðstoða aðra að tileinka sér heilsusamlegan lífstíl og ná settum markmiðum. Ég legg mikla áherslu á fjölbreytni, góða líkamsbeitingu og að æfingarnar séu einstaklingsmiðaðar. Hvort sem þú ert byrjandi og þarf að koma hreyfingu inn í daglega rútínu eða vilt ná meiri árangri með skemmtilegum og fjölbreyttum æfingum, þá endilega hafðu samband því möguleikarnir eru fjölmargir. Einnig tek ég að mér að leiðbeina með holla og góða næringu ásamt fjarþjálfun.

Kynntu þér möguleikana sem eru í boði og ég aðstoða þig við að ná settum markmiðum.

Uppáhaldsmaturinn minn er humar.

Mitt lífsins mottó er 'Taktu ábyrgð á eigin heilsu'.

MENNTUN/REYNSLA

B.Sc. gráða í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hef starfað sem einkaþjálfari og hóptímakennari frá 2011.
Íþróttakennari í leik- og grunnskóla.

HVAR FINNURÐU MIG?

Lambhagi
8473525
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram