Ég heiti Bjarni Viggósson og á daginn starfa ég sem rekstrarstjóri. Ég hef kennt spinning og allskonar hóptíma í 15 ár og einnig menntaður einkaþjálfari. Í dag kenni ég mest spinning enda er það mitt hugarfóstur, ég hreinlega elska að kenna spinning. Einnig er ég handknattleiksdómari og búinn að vera það síðan 1996. Áhugamálin mín eru hreyfing, útivera með fjölskyldunni og þjóta um á skíðum í Ölpunum.
Uppáhaldsmaturinn minn er góður kjúlli.
Mitt lífsins mottó hefur alltaf verið " Þetta reddast! "