Ég hef síðustu ár einbeitt mér að því að æfa hjólreiðar og hef lagt mikið á mig til þess að ná sem bestum árangri. Þetta byrjaði allt saman á því að ég fór í WOW Cyclothon ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Sá um þjálfun á liðinu mínu fyrir WOW - Cyclothon. Liðið mitt lenti i 4 sæti. Á síðasta ári tók ég svo mín fyrstu skrefi í keppnum en ég tók þátt í KIA Gullhringnum, Bikarkeppni í Hvalfirðinum og Suðurstrandarveginum en í teimur síðustu keppnunum náði ég þriðja sæti í mínum flokki. Árið var svo toppað þegar ég var valin reiðhjólakona ársins hjá Bjarti en það er Hjólreiðafélagið mitt í Hafnarfirði. Á sumrin tek ég æfinguna á racer en svo elska ég líka að hjóla utanvega á fjallahjólinu. Þá er maður að njóta en ekki þjóta.