Hrafnkell (Keli)

Um mig

Einkaþjálfari

Þegar ég var ungur æfði ég Tae Kwon Do hjá Ármanni. Æfingaaðstaðan var í Einholti og á hæðinni fyrir neðan var Gym 80 til húsa á þeim tíma. Eftir nær hverja einustu æfingu laumaðist ég inn í Gym 80 og horfði á "sterku kallana" lyfta. Ég entist ekki lengi í Tae Kwon Do en áhugi minn á lyftingum og þjálfun kviknaði þar og hefur verið brennandi alla tíð síðan.

Undanfarin ár hef ég keppt í kraftlyftingum og aflraunum með góðum árangri. Ég hef því mikla þekkingu á öllum æfingum og hreyfingum sem þær íþróttir fela í sér. Allt frá bekkpressu að því að draga flutningabíl; I am your guy.

Ég trúi því að styrk eigi að byggja upp á góðum grunni. Það sé engin leið framhjá vinnunni sem þarf að eiga sér stað. Góð lyftingatækni og meiðslaforvarnir séu besta leiðin að árangri. Einnig trúi ég því að maður eigi að njóta þess að hreyfa sig og hafa gaman á æfingu.

Fyrir utan líkamsrækt hef ég mikinn áhuga á tölvum og öllu sem þeim við kemur, en ég stundaði nám við tölvunarfræðideild HR um tíma. Sú kunnátta hefur nýst mér í lyftingaheiminum, en ég hef tekið að mér verkefni á borð við stigavörslu og uppsetningu á upplýsingakerfum í kraftlyftinga- og aflraunamótum. Bæði innlendum og alþjóðlegum keppnum.

Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn, viljir fullkomna lyftingatæknina eða bara bæta líkamlega heilsu, þá hef ég áhuga á að aðstoða þig. Allir velkomnir!

MENNTUN/REYNSLA

  • ÍAK Styrktarþjálfari - Kraftlyftingar, ólympískar lyftingar, sprengikraftsþjálfun og næringarfræði
  • Kraftlyftinganámskeið hjá Boris Sheiko(Fyrrv. landsliðsþjálfara Rússlands í kraftlyftingum)
  • Bekkpressunámskeið hjá Kirill Sarychev(Margföldum heimsmeistara í bekkpressu)
  • 2x Íslandsmeistari RAW Iceland Powerlifting í réttstöðulyftu
  • Margra ára keppnisreynsla í aflraunum og kraftlyftingum

HVAR FINNURÐU MIG?

Faxafen, Holtagarðar, Lambhagi, Urðarhvarf
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram