Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hreyfingu og næringu og ákvað því að læra bærði næringarfræði og einkaþjálfun. Ég legg mikla áherslu á að vinna heildstætt með hverjum og einum og horfa til margra ólíka þátt við gerð æfingarprógramma.
Ég tek að mér byrjendur, sem lengra komna og vill hjálpa þér að ná þínum markmiðum með einstaklingsmiðaðri þjálfun hvort sem um er að ræða einkaþjálfun í sal eða fjarþjálfun. Ég veiti einnig næringarráðgjöf og get sett saman matarprógrömm.
Ég legg mikla áherslu á samspil næringar og hreyfingar í þjálfun og hef það markmið að aðstoða þig að ná tökum á þessu tvennu til að auka lífsgæði til muna.
Mín helstu áhugamál eru hreyfing, útivist og að verja tíma með fjölskyldu og vinum.
Uppáhaldsmaturinn minn er ab-mjólk
B.Sc. í næringarfræði
ÍAK einkaþjálfari