Ég tek að mér einkaþjálfun og hópþjálfun fyrir alla aldurshópa, hvort sem það eru byrjendur eða lengra komnir. Ég legg áherslu á lyftingar þar sem ég fer yfir undirstöðuatriði og tækni sem þarf til þess að ná sem bestum árangri. Þjálfunin er fagleg og einstaklingsmiðuð og legg ég mikinn metnað í að styðja þig sem best, hvort sem þú vilt grennast, styrkjast eða koma þér í almennt líkamlegt form. Við setjum okkur markmið og vinnum svo að því í sameiningu.
Ég er hérna fyrir þig. Hlakka til að heyra frá þér!
ISSA: International Sports Science Association, einkaþjálfararéttindi