Ég er nýflutt frá London sem ég bjó í 9 ár og starfaði sem þjálfari og kenndi allskonar hóptíma. Núna er ég í fæðingarorlofi og kenni Mömmu Wellness.
Mig langar mest af öllu að sýna fólki að hreyfing er ekki kvöð, heldur skemmtilegt og krefjandi verkefni og ég er hér til að peppa þig áfram og hjálpa þér að byggja upp þinn eigin heilbrigða lífstíl.
Helstu áhugamál eru hreyfing og bakstur!
Mottóið mitt er ‘do what you love & love what you do’
Ég er lærður einkaþjálfari og fatahönnuður.