Ég hef unnið við þjónustu bæði í heilbrigðisgeiranum og iðngeiranum til fjölda ára. Elska að þjóna, skapa og gleðja. Áhugi minn á íþróttum og heilsu hafa fylgt mér alla tíð, stundaði af krafti fimleika og handbolta á yngri árum, elska allt sem tengist íþróttum og heilsu. Ég kenni andlitsrækt í dag bæði í formi einkaþjálfunar, einkaráðgjafar og með hópnámskeiðum. Mér finnst ég lánsöm að vera einn af fyrstu vottuðu leiðbeinendum FYM utan Japan í dag.
Mín gildi að eiga frið og jafnvægi í öllum kringumstæðum, að bera virðingu fyrir náunganum eins og sjálfum mér, vera sáttur við Guð og menn.
Mitt lífsmottó að vera líkamlega, andlega, sálarlega sátt/heilsuhraust, að gefast aldrei upp, eiga þolinmæði og nýta mér alla slæma sem góða reynslu til góðs.
,,Change your life through your smile,,
Ég er hér til að hjálpa þér að öðlast bestu útgáfuna af sjálfri þér, þú munt uppskera nýja útgeislun og efla þína innri sem ytri fegurð og elska spegilinn sem aldrei fyrr, sem skilar sér í vellíðan til anda sálar og líkama.
· Hárgreiðslumeistari frá Iðnskólanum Reykjavík, vann við hárgreiðsluna í 15 ár.
· Lyfjatæknir og sjúkraliði frá Heilbrigðisskóla Ármúla, vann í mörg ár á spítalanum og í apotekum.
· Með próf í bókhaldi frá NTV skólanum, sem hefur nýst mér vel í fyrirtækinum mínu Facefit.
· Og skóli lífsins, reynsla, sigrar og besti skólinn.
· Í dag Andlitsmótunarkennari Facefit, útskrifaðist frá Face Yoga Method 2017.