Ég heiti Sigrún og brenn fyrir að þjálfa. Ég hef komið mér úr kulnunarástandi, náð mér eftir taugaáfall, þrjár meðgöngur, bílslys og látið langsótta drauminn minn um að stofna eigin líkamsræktarstöð verða að veruleika. Í minni bók er ekkert ómögulegt ef viljinn er fyrir hendi en það þarf leikni í að hlusta á líkamann og mæta sér miðað við aðstæður. Maður kemst ekkert áfram nema að prófa og maður veit aldrei hvað verður nema að byrja.
Ég byrjaði almennilega í þessum geira 18 ára þegar ég fór fyrst sjálf í ræktina og var 2 km hlaup afrek á þeim tíma. Ég hef bætt við mig ansi mikillri þekkingu og reynslu síðan þá og náð mörgum markmiðum sem tengjast hreyfingu.
Mitt helsta áhugamál er að verja tíma með fjölskyldu minni og allt sem tengist þjálfun á líkama og sál.
Minn helsti veikleiki er að ofhugsa hlutina og stíga of hratt en minn helsti styrkleiki á móti er að draga mig fljótt niður á jörðina þegar það gerist og vinna mig úr því sem ég fæ í hendurnar.
Mitt lífsmottó er að trúa og treysta að allt er einhvernveginn að vinna með mér þótt svo að ég sjái það ekki endilega núna.
2022: Jóga nidra kennaranám
2022: Dáleiðsluréttindi
2022-núverandi: Udemy Taugafræði (Master Neuroscience and Neuroanatomy)
2020-2022: Opnun og rekstur á Kvennastyrk líkamsrækt með 17-36 hóptíma á viku og 1-5 einkatíma á viku
2021-2022: Stofnun og kennsla á þjálfaranámskeiði um þjálfun á og eftir meðgöngu
2021-núverandi: Endurmenntun í meðgöngu- og mömmuþjálfun hjá Munira Hudani
2019-núverandi: Endurmenntun í einkaþjálfun og næringaþjálfun hjá NASM
2019: Metabolic Iceland level 1 og 2
2019: FitOur Self Myofascial Release Foam Roller Certification
2018-2020: Meðgöngu- og mömmuþjálfun á eigin vegum í Gfit með 16 hóptíma á viku
2017-2018: Core Athletica Pre- and Postnatal Exercise Specialist (Sérhæfður meðgöngu- og mömmuþjálfari)
2018: Reebok einkaþjálfun/hópeinkaþjálfun og hóptímar með tvo hópa í viku og um 5 hóptíma í viku
2018-núverandi: Fjarþjálfun; meðgöngufjarþjálfun, mömmufjarþjálfun, almenn fjarþjálfun, hugleiðslu fjarþjálfun og jóga nidra dáleiðslu í fjarþjálfun
2016: MA í náms- og starfsráðgjöf
2015-2016: World Class hóptímar með námi/vinnu um 3-15 tímar í viku
2015: Einkaþjálfaraskóli World Class
2015: Fusion Hóptímakennaranám
2011: BSc í viðskiptafræði
Minn þjálfunarstíll samanstendur af AMRAP, EMOM, E2MOM, interval, TC og base æfingum.