24/7 aðgengi

Æfðu þegar þér hentar

Ef þú ert orðin 18 ára og með virkan aðgang hjá ReebokFitness getur þú skráð þig í 24/7 þjónustu Reebok Fitness.  Þá kemstu í tækjasalinn í Lambhaga utan venjulegs opnunartíma.
24/7 aðgengi kostar ekkert aukalega 💚

HVAÐ ÞARF ÉG AÐ UPPFYLLA:

- Vera með virka aðild í ReebokFitness.
- Hafa náð 18 ára aldri.
- Lesa og skilja skilmálana
- Bæta við þig 24/7 skráningu
24/7 aðgangurinn er ekki virkur fyrr en þú færð staðfestingu með SMS skilaboðum (frá "ReebokFit")
ATH! Það er nóg að skrá sig bara einu sinni*. Þú þarft ekki að gera þetta fyrir hvert skipti.  
*Einu sinni fyrir fyrir hvern virkann aðildarsamnning.

Hvernig skrái ég mig?

Skráir þig inn á Mín síða hér og ferð í gegnum kaupferlið
--> Velja upphafsdagsetningu
--> Velja 'Viðbótar-þjónusta'
--> Velja '24/7 Aðgangur' og loks klára ferlið.

Mikilvægt að lesa 

TIL HVERS ER ÆTLAST AF MÉR?
Það er mikið traust fólgið í því að bjóða upp á sólahringsaðgang án eftirlits á staðnum. Eftirfarandi 24/7 skilmálar eru mikilvægir að vita.
EKKI LÁTA ÞETTA KOMA Á ÓVART...
"Sá sem gerist uppvís að því að hleypa öðrum inn greiðir fyrir það aðgangseyrir eða gjald kr. 7500.- fyrir hvert skipti og á hættu að missa sinn rétt á 24/7 aðgengi."

Þetta þýðir, ef þú hleypir einhverjum öðrum en sjálfum þér inn - þá kostar það kr7.500.- 

24/7 skilmálar

Sá sem kemst ekki inn þarf að ganga frá sinni skráningu með þjónustuveri RFC áður. Sá sem gerist uppvís að því að hleypa öðrum inn greiðir fyrir það aðgangseyrir eða gjald kr. 7500.- fyrir hvert skipti og á hættu að missa sinn rétt á 24/7 aðgengi.
Hvort sem er gert áður en mætt eða á meðan. Algerlega bannað að vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.
Ganga frá og koma öllum búnaði aftur fyrir á sínum stað s.s. handlóðum í rekka og skilja lyftingastangir eftir án lóða. Ganga snyrtilega um stöðvarnar og gæta fyllsta hreinlætis, halda gólfum og æfingartækjum öllum þurrum og hreinum.
- Ef einhver er í vandræðum - bjóða viðkomandi aðstoð. - Ef einhver er í neyð – hjálpaðu viðkomandi og/eða ræstu út viðbragðsaðila með því að þrýsta á neyðarhnappa eða hringja í Neyðarlínuna (112) - Ef þú verður var við hjá öðrum óásættanlega, ógnandi hegðun eða skemmdarverk, skal gera lögreglu viðvart strax.
Ég ber fulla ábyrgð á því að haga æfingum mínum með þeim hætti að hvorki ég né aðrir hljóti skaða af.
Viðskiptavinir sem valda skemmdum á búnaði eða húsnæði bera ábyrgð á tjóninu og skulu þeir bæta það að fullu.
Ættu tveir eða fleiri aðilar að æfa á sama tíma. Pottar og gufuböð eru lokuð utan hefðbundins opnunartíma stöðvanna.
Neyðarhnappar tengdir stjórnstöð Securitas eru miðsvæðis í hverri stöð á hverri hæð, einnig inn á gufuböðum og við heita potta. Ef þrýst er á hnappinn ræsist strax útkall viðbragsðaðila. Misnotkun á neyðarhnöppum hefur í för með sér kostnað vegna plat-útkalls sem tekin er af greiðslukorti samningsins eða greiðsluseðli í banka.

1. INNSkráðu þig Hér

Eftir innskráningu þá sendist þú beint á "Kaupa kort" síðuna í Lambhaga.
Ferlið er næstum eins og þegar þú keyptir kort í fyrsta skiptið.
Þú verður að velja að 'Kaupa kort' í Lambhaga
24/7 aðgangur er núna án endurgjalds💚

2. Upphafsdagsetning

Hér þarftu bara að ýta á "Næsta". Upphafsdagsetningin skiptir í raun ekki máli 😊

3. Viðbótarþjónusta

Smelltu svo á "Viðbótar-þjónusta" kassann.

4. "24/7 Aðgangur"

Þar sérðu "24/7 AÐGANGUR" kassa sem þú velur og ýtir svo á "Næsta".

ATH. "Samningur fyrir 1 dag" þýðir ekki neitt í rauninni..  
24/7 aðgangurinn fylgir aðal samningnum þínum hjá okkur.

5. Innskráning

ATH. ef þú ert nú þegar innskráð/ur þá birtist bara netfangið þitt og skref nr.1 á ekki við 

1. Skrifaðu inn netfangið sem er tengt aðganginum þínum, við það þá birtist innskráningarformið.
2. Lestu 24/7 skilmála - Samþykktu þá með því að haka við.
3. Smelltu á "Kaupa og greiða" takkann til að staðfesta

6. Bíddu eftir staðfestingu í sms-i

24/7 aðgangurinn þinn er EKKI virkur fyrr en þú færð staðfestingu um það með SMS skilaboðum (frá "ReebokFit")

Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram