UM OKKUR

Við opnuðum okkar fyrstu stöð 11.11.2011 Kl. 11:11

Við komum inn með allt öðruvísi áskriftar módel en það sem tiðkaðist á markaðnum. Þar sem okkar hæsta verð var lægra en lægsta verðið hjá samkeppnisaðilum og án bindingar. Þú gast hæglega skráð þig í og úr áskrift á netinu hvenær sem er sólarhringsins. Einnig skoðað og bókað þitt pláss í þinn hóptíma áður en þú mættir á staðinn sem þykir þó alveg sjálfsagður hlutur í dag.
Síðan þá hafa verið opnaðar nokkrar stöðvar til viðbótar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið.

Við gjörbreyttum markaðinum

Koma okkar inn á markaðinn má segja að hafi gjörbreytt honum. Skuldbindingar og skilyrði annara stöðva hafa snarlækkað og verðið hefur haldist lágt í fjöldamörg ár. Verð fyrir líkamsræktaraðgang á Íslandi er í rauninni MJÖG lágt almennt séð og sérstaklega lágt ef miðað er við gæði aðstöðunnar sem er í boði bæði hjá okkur og öðrum samkeppnisaðilum hérlendis.
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram