húsreglur

 1. Verum glöð, jákvæð og kurteis og sýnum hvort öðru tillitssemi
 2. Ekki vera letingi, göngum frá eftir okkur, ef þú gast tekið lóðin upp þá getur þú líka gengið frá þeim.
 3. Ekki droppa lóðunum, vitna í reglu nr.2  ef þú getur lyft lóðunum upp getur þú fylgt varlega eftir þeim alla leið niður í gólf.
 4. Ef þetta er svitinn þinn, þrífðu hann upp. Gott er að hafa með sér handklæði eða notast við bréfþurrkur og sprey sem finnast víða í tækjasal.
 5. Verum í íþróttafötum; gallabuxur, útiskór og annað slíkt er ekki leyft. Ekki má æfa berfættur né á sokkum, notum íþróttaskó.  Við skulum heldur ekki rífa okkur úr að ofan, geymum það fyrir sundlaugina og ströndina
 6. Hér æfum við á eigin ábyrgð, förum varlega og sýnum lóðum og tækjum virðingu.
 7. Notkun myndavéla/síma er stranglega bönnuð í búningsklefum. Einnig er stranglega bannað að taka myndir í lyftingasal nema ljóst sé að það sé með fullu samþykki þess sem myndaður er.
 8. Ef eitthvað er bilað í salnum hjá okkur, endilega látið okkur vita með því að senda okkur ábendingu hér. Við lagfærum það sem allra fyrst. Ekki nota biluð tæki.
 9. Öll notkun tóbaks er stranglega bönnuð innan stöðvanna og í búningsklefum. Þar á meðal munntóbak, sígarettur og rafrettur.
 10. Börn mega ekki vera í tækjasal.  Öryggi þeirra vegna og af tillitsemi við aðra.
 11. Það er stranglega bannað að hleypa öðrum inn - Hvernig sem að því er farið.
 12. Öll óviðeigandi hegðun eða alvarleg brot á húsreglum geta endað með brottrekstri úr RF!
 

Gym Rules

 1. Be happy, positive and polite and respect each other.
 2. Don't be lazy, rack the weights when you are done, if you could lift them up you can put them back.
 3. Don't drop the weights,  see rule #2 , if you lift them, you lower them.
 4. If it's your sweat, wipe it off. It is good to have a towel at all times.
 5. Wear gym clothes; jeans, work clothes, boots and such clothes are not allowed. You can not train bare foot or with socks on, use gym shoes. Let´s keep our clothes on, save the stripping for the pool and the beach.
 6. Here we train at our own risk. Let´s be careful and respect the equipment and the gym.
 7. The use of cameras/phones is strictly forbidden in the locker rooms. Also it is not allowed to take photos in the gym unless it is clear to everyone that the person being photographed fully consents to being photographed. Breaking this rule may lead to immediate suspension from the gym.
 8. If something is broken, please report the damaged equipment to our staff so we can fix it as soon as possible. Do not use what's broken.
 9. All use of tobacco is strictly forbidden in the gym and/or in the locker rooms.
 10. Children are not allowed in the gym area.  For their own safety
 11. It is strictly forbidden to let others in - No matter how it is done.
 12. All inappropriate actions or serious violations of these rules can lead to immediate suspension from the club.

 

Markmið

Markmið Reebok Fitness er að öllum meðlimum okkar líði vel og að hver heimsókn sé skemmtileg upplifun. 

Viðskiptavinir okkar æfa á eigin ábyrgð og bera ábyrgð á sínum munum í Reebok Fitness.
Æskilegt er að allir sem æfa hjá Reebok Fitness séu með handklæði með sér hvort sem er í lyftingarsal eða hóptímum.
Matur og drykkir eru ekki leyfðir í lyftingarsal eða öðrum hóptímasölum. Aldurstakmarkið í stöðina er 15 ára á árinu, krakkar undir aldri eru ekki leyfðir inn í stöðina. Vinsamlegast virðið þessa reglu.

Tækjasalur

Tækin þurfa að vera meðhöndluð rétt og einungis notuð til æfinga. Mikilvægt er að viðskiptavinir Reebok Fitness láti vita af skemmdum eða biluðum tækjum til að koma í veg fyrir slys vegna þessa. Allir eiga að ganga frá lóðum og stöngum eftir notkun á sinn stað. Ef margir eru í lyftingarsal og bið er eftir tækjum er æskilegt að fólk deili tækjum milli setta. Ef bið er eftir upphitunartækjum er æskilegt að viðskiptavinir séu ekki lengur en 20 mínútur í einu í hverju tæki.

Einkaþjálfun

Ef þjálfari vill þjálfa hjá Reebok Fitness þarf hann að sækja um hjá okkur  og senda póst á katrine@reebokfitness.is   Þjálfarar sem ekki eru ráðnir inn á okkar forsendum, fá ekki að þjálfa hjá okkur.

Flex salur (hot yoga) Bannað er að vera í skóm í Flex salnum það þarf að geyma þá frammi eða inn í skáp. Skylda er að koma með eigið handklæði til að leggja ofan á dýnurnar og æskilegt er að vera með vatnsbrúsa með sér í tíma.

Fatnaður Allir skulu vera í viðeigandi þróttafötum og hreinum skóm. Útiskór, vinnuföt og gallabuxur eru bannaðar. Einnig er æskilegt að fólk sé ekki berfætt né á sokkum á æfingum heldur noti skó ætlaða til æfinga innanhúss.

Tónlist/símar Ef viðkomandi er með eigin tónlist þarf hann að vera með heyrnartól. Farsímanotkun er ekki æskileg og myndataka af öðrum án leyfis varðar brottrekstur.

Ólögleg efni Bannað er að taka inn ólögleg efni í Reebok Fitness. Ef einhver er með ólögleg efni meðferðis eða er mældur með ólögleg efni þá er viðkomandi aðili rekinn frá stöðinni. Ef sala á ólöglegum efnum fer fram innan veggja Reebok Fitness verður málinu vísað til lögreglu. Bannað er að æfa undir áhrifum áfengis eða fíknefna, brot á þessum reglum er brottrekstrarsök frá stöðinni.

Umgengni og hegðun Ganga skal vel um stöðina, ganga frá lóðum og öðrum búnaði á sinn stað eftir notkun og þrífa eftir sig svita og önnur óhreinindi á bekkjum og tækjum. Einnig þurfum við að virða að hlaup og köll og almenn ólæti eru ekki leyfð í stöðvum okkar. Öll ofbeldisfull hegðun er stranglega bönnuð og varðar tafarlausa brottvísun úr stöðinni og bann frá æfingum í öllum stöðvum Reebok Fitness.

Búningsklefar Skápar skulu vera tæmdir eftir notkun. Lásar á skápum verða fjarlægðir á kvöldin. Reebok Fitness er ekki ábyrgt fyrir því sem skilið er eftir inni í skápum. Farsímanotkun er stranglega bönnuð í búningsklefum. Brot á þeirri reglu er tekið mjög alvarlega.

Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram