Við höfum til afnota mikið magn af hóptímasölum sem gætu nýst fyrir allskonar hluti. Ef salir standa tómir afhverju ekki að nýta þá undir þinn viðburð? Ert þú með einhvern viðburð og gætir haft not fyrir sal?
Sendu okkur línu hér að neðan og við skoðum það í sameiningu hvort að þessi þjónusta gæti virkað fyrir þig.
Smeyk/ur að taka fyrstu skrefin í líkamsrækt? Hvernig væri að mæta í fyrsta skiptið undir handleiðslu þjálfara?
Leyfðu okkur að leiða þig í gegnum æfingarsalina. Við hjálpum þér að byrja og kennum þér hvernig og hvaða tæki þú ættir að nota.
Hjá ReebokFitness starfar fjölbreytt flóra af þjálfurum sem brenna fyrir að hjálpa þér að ná markmiðum þínum og koma heilsunni í rétt horf.
Hvert svo sem markmiðið er og hvort sem þú ert byrjandi eða vilt ná frekari árangri!
Einkaþjálfun hjálpar þér að ná markmiðunum og halda þér við efnið. Þjálfarinn er þér til halds og trausts og kennir þér réttu tæknina til að ná besta og skilvirkasta árangrinum.
Fylltu út formið og við hjálpum þér að finna rétta þjálfarann sem aðstoðar þig við þín markmið!