Nýtt kerfi

janúar 7, 2021

Það er tvennt sem breytist pottþétt:
Notendanafnið þitt verður núna netfangið þitt. Við megum og getum ekki flutt lykilorð með okkur svo það þarf að fá nýtt lykilorð.

Þú  græjar það með því að smella á Gleymdirðu lykilorðinu  þínu?
- ath það gæti tekið eina..tvær mínútur að berast þér í tölvupósti. 
...OOGG ef það er ekki að berast.. liggur það kannski í "Junk- mail"

Nýr meðlimur: Hvernig kaupi ég áskrift?

  1. Opnaðu heimasíðu reebokfitness.is í tölvu eða síma.
    1. Smelltu á ‘Gerast meðlimur’ á forsíðu reebokfitness.is. Veldu ‘Heimastöð’ – þ.e. þá stöð sem þú telur þig líklega/n til að sækja oftast. (ATH. Ef þú velur að kaupa Engin binding/12 mánaðar áskrift í næsta skrefi ertu með aðgang í allar stöðvar, ekki einungis í valdri heimastöð).
  2. Veldu þá dagsetningu sem hentar þér að hefja áskrift.
    1. Í næsta skrefi velur þú þá dagsetningu sem þú óskar þér að hefja áskrift þína. Þú getur valið hvaða dagsetningu sem er.
  3. Veldu hvers konar aðgang þú vilt.
    1. Í næsta skrefi velur þú þann aðgang/áskrift sem hentar þér. Hægt er að velja um: Engin binding/12 mánaðar áskrift, Námskeiðs aðgang, CrossFit Kötlu aðgang og eingreiðslukort (tímabundin kort). Einnig er hægt að velja um aðgang bara að stöðinni í Ásvallalaug ef þú velur ‘Tjarnarvellir & Ásvallalaug’ sem heimastöð.
  4. Fylltu inn persónuupplýsingar.
    1. Þegar þú hefur valið þann aðgang/áskrift sem hentar best flyst þú á næstu síðu þar sem þú fyllir inn persónuupplýsingar, þ.e. nafn, netfang, símanúmer, kennitölu, fæðingardag, kyn og heimilisfang. Í þessu skrefi þarf einnig að haka við að viðkomandi hafi lesið og samþykki skilmála Reebok Fitness til þess að færast á næsta skref og klára kaupferlið.
  5. Greiðsla fyrir aðgang
    1. Í næsta skrefi fer svo fram greiðsla fyrir aðgang, þar sem þú fyllir inn kortaupplýsingar og klárar greiðslu í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Borgun/Salt.
  6. Taktu augnskannamynd í stöðvum Reebok Fitness.
    1. Þegar greiðsla hefur farið í gegn þarf viðkomandi að taka augnskannamynd í einni af eftirfarandi stöðvum: Tjarnarvellir, Holtagarðar, Faxafen, Lambhaga eða Urðarhvarf. Þú færð lykilorð sent í tölvupósti við skráningu sem þú notar til þess að taka augnskannamynd. (ATH. Þetta á ekki við um viðskiptavini sem kaupa kort sem gilda eingöngu í stöðvar Reebok Fitness í sundlaugum Kópavogs).

Núverandi/gamall meðlimur: Hvernig kaupi ég áskrift?

  1. Opnaðu heimasíðu reebokfitness.is í tölvu eða síma.
    1. Veldu græna kallinn efst í hægra horni á reebokfitness.is. Smelltu á ‘Gleymdirðu lykilorðinu þínu?’ til þess að fá sent nýtt lykilorð á netfangið sem þú skráðir. Í kjölfarið skráir þú þig svo inn á ‘Mín síða’ með kennitölunni þinni sem notendanafn og lykilorðinu sem þú fékkst sent. Fyrir miðri síðu sérð þú flipa sem heitir ‘Kaupa kort’. Í felliglugganum velur þú þér ‘Heimastöð’ – þá stöð sem þú telur þig líklega/n til að sækja oftast. (ATH. Ef þú velur að kaupa Engin binding/12 mánaðar áskrift ertu með aðgang í allar stöðvar, ekki einungis valdri heimastöð).
  2. Veldu þá dagsetningu sem hentar þér að hefja áskrift.
    1. Í næsta skrefi velur þú þá dagsetningu sem þú óskar þér að hefja áskrift þína. Þú getur valið hvaða dagsetningu sem er.
  3. Veldu hvers konar aðgang þú vilt.
    1. Í næsta skrefi velur þú þann aðgang/áskrift sem hentar þér. Hægt er að velja um: Engin binding/12 mánaðar áskrift, Námskeiðs aðgang, CrossFit Kötlu aðgang og eingreiðslukort (tímabundin kort). Einnig er hægt að velja um aðgang bara að stöðinni í Ásvallalaug ef þú velur ‘Tjarnarvellir & Ásvallalaug’ sem heimastöð.
  4. Fylltu inn persónuupplýsingar.
    1. Þegar þú hefur valið þann aðgang/áskrift sem hentar best flyst þú á næstu síðu þar sem þú fyllir inn persónuupplýsingar, þ.e. nafn, netfang, símanúmer, kennitölu, fæðingardag, kyn og heimilisfang. Í þessu skrefi þarf einnig að haka við að viðkomandi hafi lesið og samþykki skilmála Reebok Fitness til þess að færast á næsta skref og klára kaupferlið.
  5. Greiðsla fyrir aðgang
    1. Í næsta skrefi fer svo fram greiðsla fyrir aðgang, þar sem þú fyllir inn kortaupplýsingar og klárar greiðslu í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Borgun/Salt.
  6. Fáðu augnskannamynd þína endurvirkjaða.
    1. Við lok greiðslu ætti augnmynd þín að endurvirkjast. Ef þú lendir í vandræðum þegar þú mætir í fyrsta skiptið, hafðu samband við sjálfsafgreiðslu/afgreiðslu eða sendu fyrirspurn í gegnum ‘Hafðu samband’ á reebokfitness.is og við kippum því í lag!

Ef þú hefur frekari vangaveltur, endilega skoðaðu 'Spurt og svarað' (finnur það undir flipanum 'Um okkur') - svörin þín gætu leynst þar! Ef þú finnur svarið ekki þar, ekki hika við að senda okkur fyrirspurn í gegnum 'Hafðu samband' .

Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram