Opnun á morgun 13.jan - og hvað þá?

janúar 12, 2021

Jæja, þá er allt á blússandi siglingu varðandi opnun á morgun 13.jan!😍

Eins og áður hefur komið fram fáum við leyfi til að opna aftur, en þó með takmörkunum:

  • Tækjasalir lokaðir
  • Einungis má kenna hóptíma/námskeið.
  • ALLIR verða að vera fyrirfram skráðir í tímana
  • Mæta á RÉTTUM tíma - hurðin læsist 5 mín eftir að tími hefst
  • 20 manna hámark í hverjum tíma.
  • Hóptímasalir hafa verið hólfaðir niður til að passa bil milli iðkenda.
  • "Spritta" hendur fyrir og eftir, og aftur áður en farið er út.
  • Sótthreinsað á milli hópa.
  • Ekki má deila neinum búnaði.
  • Grímuskylda - nema kannski rétt á meðan tíminn er.
  • Búningsklefar verða lokaðir
  • Teygjusvæði lokuð
  • ..og að sjálfsögðu tveggjametra reglan góða

Fallegu stöðvarnar okkar í sundlaugum Kópavogs og Ásvallalaug verða þvímiður lokaðar áfram.

Sturtuaðstaða verður einnig að vera lokuð samkvæmt tilmælum sóttvarnaryfirvalda.

Við verðum bara að gera gott úr þessu - erum þakklát fyrir þó það sem við höfum 💚

Við reynum að svara öllum fyrirspurnum fljótt hér á facebook spjallinu eða í gegnum "hafa samband" á nýju vefsíðunni okkar 😊

Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram