Viltu hugsa hlýtt til okkar í nýju kerfi? 💚

janúar 25, 2021

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að við erum nýbúin að færa okkur í nýtt kerfi með tilheyrandi truflunum.

Það að flytja þúsundir meðlima og áskrifta yfir í nýtt kerfi er eiginlega bara töluvert meira mál en að segja það.   Sérstaklega þegar nýja kerfið hugsar og meðhöndlar þessa hluti á gerólíkan hátt.  

Svo þarf að láta greiðslukerfi, augnskannakerfi og bókunarkerfi tala öll saman og í kór. 
Þegar þetta verður komið eins og það á að vera, verður allt mikið betra en áður, loforð! 
En áður en það verður betra, gæti það versnað í einhverjum tilfellum. 
Það er hætt við að eitthvað klikki hjá einhvejum- eitthvað sem okkur hefur ekki tekist að sjá fyrir.   

Viljum við þá biðja þig, ef þú verður vör/var við eitthvað sem er ekki að virka rétt eða það er bara ekki eins og við var að búast...  

...að hugsa hlýtt til okkar, skrifa okkur línu gegnum "hafa samband" - lýsa aðeins vandamálinu og láta kannski kennitöluna fylgja með.. 
Við munum svo bara leysa málið í sameiningu  💚

Þökkum alla þolinmæðina

Kær kveðja
ReebokFitness


-----------------------------English below------------------

You've most likely noticed that we have just moved into a new system with some disruptions.
Transferring thousands of members and subscriptions to a new system is really a lot harder than you'd expect. Especially when the new system thinks and treats everything very differently.

We have to let the payment system, eye-scan system and booking system all talk and work together.
When this is all done and ready, everything will be much better than before, promise! But before it gets better, it could get worse in some cases 🙂 hope not, though.

There is always a risk that something will go wrong  - something we have not been able to foresee.
We would like to ask you, if you notice anything that is not working properly or it is just not as you'd expect...
...To think kindly of us, throw us a line via "contact-us" - Describe the problem and maybe include your ID number (kennitala)
...We'll solve the problem together 💚

Thank you for your patience and understanding.

Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram