Infra Recovery

Ertu með vöðvabólgu, þreytta vöðva eða þarft smá innspýtingu af innri frið og vellíðan? Þá er Recovery fyrir þig!

Skráðu þig í áskrift og fáðu aðgengi að öllum hóptímum Reebok Fitness
Gerast meðlimur

Í Recovery tímunum er unnið markvisst að því losa um bólgur og sperrur og auka liðleika með hreyfiflæði, bandvefsnuddi og Yin djúpteygjum. Við notum litla bolta til að nudda úr bólgur og endurnæra þannig sogæðakerfi, styrkja bandvef og losa um stífni í vöðvum eftir æfingar eða vinnuálag.

Við tökum einnig Yin yoga stöður, yoga teygjur og virkar teygjuæfingar til að auka hreyfanleika, mýkja vöðva og bandvef.

Við nýtum einnig markvissa öndun og endum tímann á Yoga Nidra til að auka andlega og líkamlega vellíðan og bæta svefn.

Recovery er fyrir alla! Sérstaklega þá sem eru stífir, hafa verið undir miklu álagi eða tekið vel á því í ræktinni! Ef þú ert með vöðvabólgu, þreytta vöðva eða þarft smá innspýtingu af innri frið og vellíðan þá er Recovery fyrir þig!

Tímarnir eru ýmist kenndir í heitum eða infrarauðum sal.

HVAR?

Lambhagi
Faxafen
Tjarnarvellir

Salur

Infra
Hot

ERFIÐLEIKASTIG

Þessir tímar henta öllum, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra komin.
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram