Hvernig kaupi ég námskeið?

1. Smelltu á "Kaupa námskeið"

Undir hlekknum "Námskeið" finnur þú lista yfir öll námskeiðin okkar. Inni í hverju námskeiði er kauphlekkur eins og á meðfylgjandi mynd. Ef hann er ekki í boði þá er námskeiðið því miður uppselt, en þá er hægt að skrá sig á lista til að vakta námskeiðið.

2. Veldu dagsetninguna þegar námskeiðið hefst

Á þessum næsta glugga þarf að velja dagsetninguna þegar námskeiðið hefst. Engar áhyggjur, ef þú valdir vitlausa dagsetningu þá er hægt að lagfæra það í seinna skrefi.
Smelltu svo á "Næsta"

3. Smelltu á boxið merkt "Námskeið"

Í þessu skrefi þarf að velja hverskonar "áskrift" þú ætlar þér að kaupa, í þessu tilviki velur þú Námskeið.
Smelltu svo á "Næsta"

4. Veldu hvaða námskeið þú ætlar á

Ef að dagsetningin sem þú valdir í skrefi 2 er vitlaus þá mun "poppa" upp gluggi og biðja þig um að velja rétta dagsetningu (sú dagsetning á að standa á námskeiðinu í þessari valmynd)
Smelltu svo á "Næsta"

5. Fylltu inn persónuupplýsingar

Í þessu skrefi þarf að fylla inn allar persónuupplýsingar, ath. að kassar merktir með * er skilyrði að fylla í.
Smelltu svo á "Kaupa og greiða"
Þá verður þú send/ur á örugga greiðslusíðu Borgunar/Salt þar sem þú fyllir inn greiðsluupplýsingar og staðfestir greiðslu.
Ath. að ferlinu er ekki lokið fyrr en búið er að ganga frá greiðslu.
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram