nafnakeppni

Þú getur unnið veglega vinninga
Við ætlum að breyta um nafn og viljum ákveða það í sameiningu við alla okkar frábæru viðskiptavini og fylgjendur.

Taktu þátt í að velja nýtt nafn með því að senda inn þína hugmynd.
Þú getur unnið vegleg útdráttarverðlaun!

Engin takmörk eru á því hversu margar hugmyndir þú getur sent inn.

Við munum að lokum velja eitt nafn og fær sá aðili 250.000 kr gjafabréf hjá Icelandair.

    Af hverju erum við að breyta um nafn?

    Samningur okkar við Reebok vörumerkið er útrunninn. Við höfum því ákveðið að nýta tækifærið og endurnýja ímynd okkar með nýju nafni. Í samvinnu við alla meðlimi ReebokFitness fyrr og síðar.

    Mun þessi nafnabreyting hafa einhver áhrif á mína áskrift eða þjónustu?

    Nafnabreytinging mun ekki hafa nein áhrif á núverandi áskriftir eða þjónustu.

    Skilmálar / Leikreglur

    Skilmálar fyrir nafnakeppni ReebokFitness

    Keppnin er skipulögð af RFC ehf. (kt.710511-0120), rekstrarfélag ReebokFitness (hér eftir nefnt „Skipuleggjandi“).

    1. Hæfi þátttakenda:
    Keppnin er opin öllum núverandi og fyrrverandi meðlimum ReebokFitness.

    2. Keppnistímabil:
    Keppnin hefst 21.08.24 og lýkur 31.08.24.
    Tillögur sem berast eftir lokadag verða ekki teknar til greina.

    3. Hvernig á að taka þátt:
    Til að taka þátt í keppninni skulu þátttakendur senda inn nafnatillögu sína ásamt stuttri lýsingu eða sögu sem útskýrir af hverju þetta nafn var valið í gegnum sérstakt form á heimasíðu.

    4. Skilyrði nafnatillagna:
    Tillögur skulu vera frumlegar og ekki brjóta á höfundar- eða vörumerkjarétti annarra.
    Skipuleggjandi áskilur sér rétt til að hafna tillögum sem teljast óviðeigandi eða brjóta í bága við lög.

    5. Vinnumatsferli:
    Tillögur verða metnar af dómnefnd sem samanstendur af fulltrúum Skipuleggjanda og KIWI auglýsingastofu.
    Dómnefndin velur bestu tillöguna sem verður notuð sem nýtt nafn líkamsræktarstöðvarinnar.
    Ef fleiri en einn þátttakandi skilar inn sömu vinningshugmyndinni, mun tillagan með bestu lýsingunni eða sögunni fá aðalverðlaunin.

    6. Verðlaun:
    Þátttakendur eiga möguleika á að vinna þátttöku- og útdráttarverðlaun.
    Ef nafnatillaga frá keppninni er valin sem nýtt nafn líkamsræktarstöðvarinnar, verða veitt verðlaun.

    7. Réttindi:
    Með því að senda inn tillögu sína samþykkir þátttakandi að Skipuleggjandi eignist öll réttindi að tillögunni og megi nota hana að vild.
    Þátttakendur afsala sér öllum kröfum um frekari greiðslur eða réttindi tengd tillögunni.

    8. Persónuvernd:
    Öll persónuleg gögn sem safnað er í tengslum við keppnina verða meðhöndluð í samræmi við persónuverndarstefnu Skipuleggjanda og gildandi lög um persónuvernd.

    9. Annað:
    Skipuleggjandi áskilur sér rétt til að breyta skilmálum keppninnar eða hætta við keppnina hvenær sem er án fyrirvara.
    Ákvarðanir Skipuleggjanda varðandi keppnina eru endanlegar og verða ekki kærðar.
    Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
    cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram