Erum við á réttri leið?

Ef ekkert af þessu á við smelltu þá á "annað" og sendu okkur línu!

Algengar Spurningar

Hvernig greiði ég fyrir áskrift í Reebok Fitness?

Allar greiðslur fyrir áskrift/aðgang í Reebok Fitness eru gerðar með greiðslukortum og fara í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Borgun/Saltpay.

Við tökum ekki við reiðufé - einungis er hægt að greiða fyrir aðgang með greiðslukortum(alveg sama hvort það er debet eða kreditkort)

Flokkast sjálfkrafa greiðslur í áskrift ekki sem binding?

Sjálfkrafa greiðslur á áskriftarleiðinni 'Engin binding' flokkast ekki sem binding þar sem áskriftinni er hægt að segja upp a.m.k. 3 dögum fyrir mánaðarmót og tekur uppsögn þá gildi síðasta dag fylgjandi mánaðar. Einungis er verið að auðvelda viðskiptavininum greiðsluleiðir þar sem dregið er af þeim fasta upphæð hvern mánuð fyrir aðganginn þar til áskriftinni er sagt upp.

Við köllum þetta 'Engin binding' af því að þú getur sagt upp hvenær sem er fyrir mánaðarmót og tekur uppsögn þá gildi síðasta dag fylgjandi mánaðar. Þessi vara er ólík áskriftar samningum eins og þeir tíðkuðust alltaf áður en RF hóf sína starfsemi, en þannig var það ef þú ætlaðir að fá sanngjarnt verð fyrir líkamsrækt þurftir þú að binda þig til 12 mánaða, þess vegna segjum við 'Engin binding'.

Hvað á ég að gera ef ég lendi í vandræðum með greiðslur?

Ýmsar ástæður geta valdið því að ekki takist að greiða með greiðslukortinu þínu (m.a. er ekki næg heimild á kortinu, týnt/glatað kort, útrunnið kort o.s.frv.).
Best er að endurnýja kortaupplýsingar í gegnum 'Mín síða' með sama eða nýju korti og ætti þá greiðsla að fara í gegn starx daginn eftir.  Einnig er hægt að velja að "greiða núna" útistandandi greiðslur inn á Mín síða.

Hvernig set ég inn nýjar greiðsluupplýsingar?

Þú þarft að skrá þig inn á 'Mín síða' á reebokfitness.is. Þar smellir þú á flipann "Samningar" og birtist svo þar ofarlega valmöguleikinn "Velja greiðslutegund". Þar smellir þú á 'Vista' og getur svo í kjölfarið fyllt út nýjar kortaupplýsingar á öruggri greiðslusíðu hjá Borgun/Salt. Athugið að það getur tekið allt að 3 virka daga fyrir nýjar greiðsluupplýsingar að fara í gegn.

Leiðbeiningar hér:
https://reebokfitness.is/nuverandi-medlimur/askriftir-greidslur/greidslukort/

Er hægt að frysta áskriftir?

Já - það fer reyndar eftir því hvaða samning þú ert með.

Þú skráir þig inn á 'Mín síða' - undir flipanum 'Samningar' getur þú séð undir 'Núverandi áskriftir' takka sem heitir 'Frysting' - smellir á hann og fylgir leiðbeiningum. Ef það birtist ekki möguleikinn 'Frysting' þá leyfir samningurinn þinn ekki frystingu áskriftar.

Hvað er frysting?

"Frysting" er  möguleikinn á því að "frysta" greiðslur eða tímabil samninga einn mánuð í senn gegn lágu gjaldi sem er mismunandi eftir áskriftarsamningum.

Þú skráir þig inn á 'Mín síða' - undir flipanum 'Samningar' getur þú séð undir 'Núverandi áskriftir' takka sem heitir 'Frysting' - smellir á hann og fylgir leiðbeiningum. Ef það birtist ekki möguleikinn 'Frysting' þá leyfir samningurinn þinn ekki frystingu áskriftar.

Prenta kvittun?

Til þess að prenta kvittun/reikning skráir þú þig inn á 'Mín síða' ->
1. Velja 'Samningar' efst
2. Á miðri síðunni eru 'Yfirlit'.
3. Smelltu á flipa sem heitir 'Reikningar', þar finnur þú yfirlit yfir greiðslur og getur nálgast kvittanir á .pdf fyrir hverja greiðslu.
Ath. eitt skjal fyrir hverja greiðslu.  Þetta á við um greiðslur frá og með janúar 2021.
Reikningar eru aðgengilegir uþb. sólarhring eftir að greiðslan á sér stað.

 

Hvernig segi ég upp áskrift?

Byrjar á því að skrá þig inn á 'Mín síða' - og þar, undir flipanum 'Samningar' getur þú séð box: 'Núverandi áskriftir' þar er takki sem heitir 'Hætta við'. Smellir á hann og fylgir leiðbeiningum.
Ef möguleikinn 'Hætta við' birtist ekki, þá leyfir samningurinn þinn ekki uppsögn á þessum tímapunkti.
Ath. að ef þú ert með fleiri en eina áskrift virka þarftu að velja 'Hætta við' á þeim öllum ef það er það sem þú kýst gera.

Ath. ef það er að birtast eitthvað (eða ekki að birtast) sem þú bjóst ekki við, endilega sendu okkur línu og við skoðum það í sameiningu.

Er hægt að greiða með frístundstyrk?

Unglingar 16-18 ára geta nýtt sér frístundastyrkinn, eins og staðan er í dag, samkv. reglum bæjarfélagana um frístundastyrkinn/hvatastyrk.

Sjá nánar um frístundastyrkinn hér.

Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram