HVAÐ ÞARF AÐ HAFA Í HUGA ÁÐUR EN ÞÚ MÆTIR?

Húsið opnar rétt áður en tími hefst

Gullna reglan er 5 mínútur.

Ekki mikið fyrr og ekki mikið seinna.
Hurðarnar opnast 10 mínútum áður en tími á að hefjast. 

Notum grímuna

Grímu á að nota allstaðar innanhúss nema þegar þú ert komin inn í hóptímasal og í þinn kassa.

Þessi sama regla gildir um sóttvarnarhólfin í tækjasölum.

Passa einstaklingssóttvarnir

Við erum öll að vinna að sama markmiði og þurfum þess vegna að gæta vel að eigin sóttvörnum

Sótthreinsa á hendur með Disact froðuskömmturum við mætingu og á leiðinni út úr stöðvunum.

Sótthreinsa búnað fyrir og eftir notkun

Starfsfólk okkar sótthreinsar sali og búnað en samkvæmt reglum sóttvarnayfirvalda þurfa iðkendur einnig að sótthreinsa búnað bæði fyrir og eftir notkun.

Þetta eykur auðvitað bara við öryggið á æfingu.

Stattu með okkur með því að standa ofan á okkur!

Hóptímasölum er skipt niður til að viðhalda 2 metra reglunni
Merkingar í gólfi eru til að hjálpa þér að ímynda þér kassann.
Iðkendur eiga að halda sig innan þess ramma og helst að standa í honum miðjum meðan á æfingu stendur.
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram