OPIРFYRIR TÍMABÓKUN Í FLESTUM TÆKJASÖLUM

Þú þarft að óska eftir nýju lykilorði

Með nýju kerfi fylgja að sjálfsögðu breytingar.

Notendanafnið þitt er núna netfangið þitt.

Það þarf að smella á gleymt lykilorð til að fá nýtt lykilorð fyrir aðganginn. Ath. það getur tekið nokkrar mínútur að berast
Gleymt lykilorð

Skoðaðu tímatöfluna og bókaðu þig!

Svo að við getum gert þetta vel og að allir séu öruggir á æfingu að þá eru nokkrar reglur sem þurfum að fylgja.
Skoða tímatöflu

MUNUM GRÍMUNA

Það þarf að nota grímu allsstaðar utan sóttvarnarhólfa. Það er ekki verra að hafa hana á meðan æfingu stendur, það eykur bara öryggið enn fremur.

ÞAÐ MÁ EKKI MÆTA NEMA AÐ VERA BÚIN AÐ SKRÁ SIG Í TÍMA

Passa þarf upp á tímamörkin vel og má því miður ekki mæta nema að vera búin að skrá sig í tíma fyrirfram.

5 MÍN ER GULLNA REGLAN MEÐ MÆTINGAR

Mæta þarf 5 mínútur áður en tími á að hefjast og yfirgefa þarf stöðina ekki seinna en 5 mínútum eftir að tíma lýkur.

PASSAÐU AÐ FARA Í RÉTT SÓTTVARNARHÓLF

Tækjasölum hefur verið skipt niður í tvö sóttvarnarhólf, Styrkur og Þoltæki.

Passa þarf að fara í rétt hólf og það má ekki flakka á milli sóttvarnarhólfa.

EINA SEM MÁ DEILA ER ENDURTEKNINGAR DEILT Í FJÖLDA SETTA = BÆTINGAR

Viðhalda þarf 2 metra reglunni allsstaðar inni í stöðinni og það er alveg bannað að deila búnaði með öðrum iðkendum.

SÓTTHREINSA ÞARF HENDUR VIÐ MÆTINGU OG Á LEIÐINNI ÚT

Við þurfum að passa mjög vel upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir. 

Sótthreinsa þarf hendur um leið og komið er inn í stöðina og svo auðvitað aftur á leiðinni út.

SÓTTHREINSA ÞARF ALLANN BÚNAÐ SEM ÞÚ NOTAR Á ÆFINGUNNI

Allur búnaður er sótthreinsaður á milli tíma.
En til að fylgja öllum reglum þá þarf að sótthreinsa búnað bæði fyrir og eftir notkun.

Og ekki gleyma að sótthreinsa hendur inn á milli (efnið í brúsunum er það sama og í froðuskömmturunum)

Disact efnið veitir þér margra klukkutíma vörn.

TAKTU SVO HARKALEGA VEL Á ÞVÍ!

Ef við pössum okkur öll að fylgja þessum reglum þá þurfum við ekki að fara aftur á heimaæfingar í bráð!
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram