Aníta

Um mig

Hóptímakennari

Námskeiðakennari

Ef þú ert hugmyndasmiður, leiðtogi, viðskiptaskáld eða almennur brjálæðingur sem lætur hluti gerast og lifir fyrir eldinn og tilganginn í lífinu, þá verðum við örugglega bestu vinir.

Ég er leiðtogaráðgjafi og mínir skjólstæðingar eru upp til hópa kraftmiklir einstaklingar sem láta drauma rætast. Ég er með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði og leiðtogaþjálfun og B.S. gráðu í stjórnun og leiðtogafræði og sinni mest einstaklingsráðgjöf í bland við smíði hinna ýmsu netnámskeiða fyrir fólk sem vill meira út úr lífinu.

Svo kenni ég hópatíma í Reebok Fitness og elska það í drasl.

Þú finnur mig helst í Hot Body, Buttlift Extreme, Hot Trainer Mix, Hot Fitness Yoga og Foam & Flex. Svo kenni ég líka Core, Sixpack Attack og Tabata þegar þannig liggur á stundaskránni.

Hvað sem við bröllum saman þá er alltaf öflug keyrsla, hiti, sviti og almenn gleði með tónlistina í botni.

Lífsmottó: Það er alltaf sjúklega gaman og leiðinlegu fólki er ekki boðið

Uppáhaldsmatur: Varla elduð steik er uppáhalds en ítalskar, spænskar og franskar matarhefðir parast afar vel við mig

HVAR FINNURÐU MIG?

Tjarnarvellir
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram