Ég er leiðtogaráðgjafi og mínir skjólstæðingar eru upp til hópa kraftmiklir einstaklingar sem láta drauma rætast. Ég er með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði og leiðtogaþjálfun og B.S. gráðu í stjórnun og leiðtogafræði og sinni mest einstaklingsráðgjöf í bland við smíði hinna ýmsu netnámskeiða fyrir fólk sem vill meira út úr lífinu.
Svo kenni ég hópatíma í Reebok Fitness og elska það í drasl.
Hvað sem við bröllum saman þá er alltaf öflug keyrsla, hiti, sviti og almenn gleði með tónlistina í botni.
Lífsmottó: Það er alltaf sjúklega gaman og leiðinlegu fólki er ekki boðið
Uppáhaldsmatur: Varla elduð steik er uppáhalds en ítalskar, spænskar og franskar matarhefðir parast afar vel við mig