Ásbjörg heiti ég, alltaf kölluð Ása.
Mér finnst mikilvægt að fólk vinni á sínum hraða og nái þannig markvissum árangri með
því að fá þjálfun sem er miðuð út frá þeirra markmiðum.
Ég tek að mér einka-og hópþjálfun fyrir fólk á öllum aldri og einnig unglinga. Hvort sem að
þú ert byrjandi að koma þér af stað í ræktinni eða stöðnun komin og vantar inn þetta auka
búst í æfinguna þá legg ég metnað minn í það að gera góðar æfingar sem henta.
Ég býð einnig upp á fjarþjálfun.
Ég legg upp úr því að hafa æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar þar sem að ég vil að
hreyfing sé hvetjandi og skemmtileg. Hreyfing á að vera lífstíll ekki kvöl
Minn uppáhalds matur er fiskur og þá helst bleikja eða djúsí súrdeigspizza.
Mitt lífsmottó er ´It doesn’t get easier. You just get stronger.
Ég er lærð ÍAK Einkaþjálfari frá Keili, vinn einnig sem flugfreyja í ókyrrðinni í
innanlandsfluginu og legg stund á Yin jógakennaranám.