Bjarney

Um mig

Hóptímakennari

Námskeiðakennari

Ég heiti Bjarney Þórarinsdóttir og er hóptímaþjálfari hjá Reebok Fitness. Ég er 50 ára og hef kennt frá 1995 á hinum ýmsu stöðum og var svo heppin að fá að slást í hópinn með Reebok Fitness fyrir rúmu ári síðan. Ég á tvö börn, 20 og 26 ára stráka sem báðir stunda kraftlyftingar, og mann.

Ég er með LesMills réttindi í BodyPump, RPM (spinning) og GRIT. Þá er ég einnig með réttindi sem Foam Flex kennari.

Ég hef verið með námskeið og hjálpað fólki að komast af stað eftir langan tíma og átaksnámskeið. Mitt mottó sem hóptímakennari er að það eru allir frábærir og ég tek fagnandi á móti öllum þeim sem til mín koma.

Uppáhalds maturinn minn er "af gamla skólanum", en það er soðin ýsa og kartöflur, lambakjöt, læri og hryggur úr ofninum.

Lífsmottóið mitt er að vera sátt við mig og mínar ákvarðanir og standa og falla með þeim. Lífið er of stutt fyrir vesen og passa að það þjóti ekki frá mér, njóta hverrar mínútu.

MENNTUN/REYNSLA

Les Mills réttindi í Body Pump
Les Mills réttindi í GRIT
Les Mills réttindi í RPM (spinning)

HVAR FINNURÐU MIG?

Tjarnarvellir, Kópavogslaug
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram