Edda Sólveig

Um mig

Hóptímakennari

Ég er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Ég er öldrunarfræðingur að mennt og starfa sem slíkur á daginn, en hef verið að dansa frá því ég man eftir mér. Ég byrjaði í ballett fjögurra ára gömul en ásamt því hef ég einnig æft jazz, samkvæmisdans og hip hop. Það kom því ekkert annað til greina fyrir mig en að öðlast zumba kennsluréttindi sem ég lauk árið 2019. Þar að auki syng ég í kór og þykir því ekkert skemmtilegra en að mæta í danstíma þar sem maður getur sungið og dansað á sama tíma. Það skiptir mig miklu máli að stunda hreyfingu þar sem áhersla er lögð á takt og tónlist, en á sama tíma finnst mér alveg nauðsynlegt að fá tækifæri til að sleppa sér svolítið og njóta.

HVAR FINNURÐU MIG?

Faxafen, Holtagarðar, Lambhagi, Urðarhvarf, Tjarnarvellir
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram