Flosi

Um mig

Hóptímakennari

Ég lifi fyrir að vera skapandi og elska að gleðja fólk. Ég byrjaði sem meðlimur Reebok Fitness 2013 og fékk tækifæri að kenna Zumba í Holtagörðum. Þar kynntist ég yndislegu fólki sem hefur fylgt mér allt til dagsins í dag. Zumba er það sem ég brenni mest fyrir í líkamsræktinni og hef ég verið þekktur fyrir að gera Skandinavíska mjaðmahnykki vinsæla. Ég er líka með réttindi að kenna Spinning, Trampólín, Pound Fitness og Body Combat. Ég elska leiklist og kenni hana meðal annars í framhaldskóla. Tímarnir mínir litast oft af leiklistargleði og hvetjandi öskrum sem ég lærði fótboltanum í gömlu góðu. Þið verðið líka vör við það að tónlistin sem ég spila kemur mikið úr heimi Eurovision og eru Eurovison Zumba tímarnir einir þeir vinsælustu sem ég kenni. Ég lifi fyrir þessa þjrá hluti, Eurovision, leiklist og Zumba. Lífið er núna, ekki bíða með að láta vaða, komdu bara í tíma til mín og gleðin verður í hámarki.

Uppáhaldsmaturinn minn er tyrkneskur matur.

Mitt lífsins mottó er 'Fake it 'til you make it'.

MENNTUN/REYNSLA

Með kennsluréttindi í Zumba, Zumba step, Pound fitness, Spinning, Trampólín fitness og Body Combat.

HVAR FINNURÐU MIG?

Faxafen
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram