Jón Þór

Um mig

Hóptímakennari

Sem nýbakaður faðir í annað sinn, áður en ég datt inn á þing 2013, var ég á besta stað sem ég hef verið í lífinu ☀️

- Hafði tekist með iðkun núvitundar að verða nánast laus við stress og kvíða. (Dásamleg tilvera - Hefði ekki komist inn á þing annars).

- Tókst svo að gleyma iðkuninni, eins og getur gerst þegar allt gengur vel, og hrynja svo niður streitu stigan í læstan kjallara kulnunar. (Langvarandi streita verður vítahringur).

- Hef verið að stíga upp streitu-stigan með VIRKri aðstoð sérfræðinga og var að útskrifast frá VIRK. (Frábært hvað er margt í boði til að stjórna streitu kerfinu).

- Er núna að hanna alls konar tíma til að leyfa ykkur að prófa það sem ég hef lært við að komast úr kulnun og forðast kulnun - og Reebok fitness er að bjóða okkur rýmið. (Fyrstu tímarnir er frábærir - auglýstir á næstunni).

Fyrir tíu árum voru fáar aðstæður streituvaldandi og aldrei áður hafði ég þolað vinnuálag betur. Drifkrafturinn í lífinu var sköpunargleði og velvilji. Í flestum aðstæðum upplifði ég öryggi, frelsi og léttleika...

...Þessi dásamleg tilvera er farin að birtast aftur og ég stefna á að upplifa hana sem oftast 😊

MENNTUN/REYNSLA

Núvitund gegn streitu (MBSR) - (nýhafið kennslu og hef iðkað núvitund af og á í tvo áratugi).
Íþróttaþjálfun - (grunnnámskeið þegar ég var í fimleikum).
Yoga - (ástundað HotYoga hjá Agnari Diego í 18 mánuði - stefni á kennsluréttindi).
Interval þjálfun - (ástundað HotBody hjá Ellý Ármanns í tæpt ár).

HVAR FINNURÐU MIG?

Faxafen, Urðarhvarf
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram