Sigga Fanndal

Um mig

Einkaþjálfari

Hóptímakennari

Námskeiðakennari

Um mig

Ég er íþróttafræðingur og kenni námskeið og hóptíma í Reebok, ásamt því að starfa sem markþjálfi, nuddari, kennari og þó nokkuð margt annað 😊

Bakgrunnur minn er mjög fjölbreyttur,  allt frá íslenskufræðum, íslensku táknmáli, íþróttafræði, sálfræði, verkefnastjórnun, kennslu, yoga, markþjálfun og dansi.

Ég hef unnið með börnum, unglingum, fullorðnum og afreksfólki í yfir 15 ár.

Mér finnst mjög gaman að læra eitthvað nýtt, hvort sem það er í námi, vinnu eða af öðrum.

Uppáhaldsmatur er heimagerð pizza með öllu sem maðurinn minn gerir.

Uppáhaldsmóttó „Be the change you wish to see in the world“.

MENNTUN/REYNSLA

B.A í íslensku og íslensku táknmáli / B.Sc í Íþróttafræði, sálfræði, kennslufræði

Master í verkefnastjórnun (MPM)

Jógakennari (hef lokið 500 tíma grunn og framhaldsnámi), aukalega hef ég lært yin jóga kennslu, jóga nidra og stóla jóga.

ACC markþjálfi

Sjúkranuddari


HVAR FINNURÐU MIG?

Faxafen, Lambhagi, Urðarhvarf, Kópavogslaug
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram