Sóldís Eva

Um mig

Einkaþjálfari

Hóptímakennari

Ég hef stundað íþróttir frá því að ég man eftir mér. Áhuginn minn á líkamsrækt kviknar í menntaskóla og hef ég verið að stunda hana síðan. 

Ég útskrifaðist sem einkaþjálfari við Einkaþjálfaraskóla World Class vorið 2023. Ég hef brennandi áhuga að hjálpa fólki sérstaklega þegar það kemur að hreyfingu, næringu og heilsu.
Ég hef lokið fyrsta ári í Næringarfræði við Háskóla íslands (árið 2021) sem ég get nýtt mér heilmikinn lærdóm til að hjálpa mér og öðrum.
Áhugamálin mín tengjast flest öll hreyfingu, sem dæmi má nefna að ganga fjöll, hlaupa, sjósund og ferðast. Ég elska að kynnast nýju fólki og prófa nýja hluti sem tengjast því að hugsa vel um bæði líkamlega og andlega heilsu.
Mig langar að aðstoða fólk við raunhæfa markmiðasetningu, öðlast meira sjálfstraust og hjálpa þeim að nálgast sín markmið, því það að líða vel í eigin líkama, vera stoltur af sjálfum sér og njóta þess að hreyfa sig er eitthvað sem við öll eigum skilið. Þetta er það sem ég ber áherslu á og vil hjálpa fólki með minni þjálfun.

MENNTUN/REYNSLA

Útskrifuð sem einkaþjálfari og með margra ára reynslu að líkamsrækt.

 

HVAR FINNURÐU MIG?

Holtagarðar, Lambhagi
8595226
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram