svona skráir þú augun þín

1. sjálfsafgreiðslu-tölvan

Í andyrinu er Sjálfsafgreiðslu-tölvan. 
Þar smellir þú á miðju takkann "Taka augnmynd".

ath. það er aðeins hægt að taka augnmyndir á eða eftir upphafsdag samnings.

Ef þú lendir í vandræðum getur þú smellt á "Græna takkann" á lyklaborðinu til að fá samband við sérfræðing í þjónustuverinu okkar.

2. hvað er pin númerið?

Þegar þú kaupir þér aðild þá færðu tölvupóst með PIN númeri sem þú notar til að auðkenna þig í fyrsta skipti fyrir augnmyndatöku.

Ath. ef þú hefur ekki PIN númerið þá er hægt að kalla eftir því með því að ýta á "Gleymdir þú PIN númerinu"

3. tekur augnmyndir

Næst smellir þú af þér tveimur myndum í augnskannanum sem er við hliðin á skjánum. (ath. þú verður að vera sirka 30 cm frá augnskannanum)

Ath. röddin í augnskannanum segist vera búin að taka myndir eftir fyrstu myndina.. það gæti ruglað suma :-) það er tekin mynd tvisvar.

4. gengur inn um hliðið

Þegar þú ert búin/n að smella af þér augnmynd þá ert þú komin inn í kerfið okkar. Núna þekkja aðgangshliðin þig og hleypa þér inn í stöðina!

ath. Það gæti tekið 30-90sek að skila sér alla leið í hliðið frá því þú klárar myndatökuna ;-)
Finnurðu ekki svarið?
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram