Það er tvennt sem breytist pottþétt:
Notendanafnið þitt verður núna netfangið þitt. Við megum og getum ekki flutt lykilorð með okkur svo það þarf að fá nýtt lykilorð.

Þú  græjar það með því að smella á Gleymdirðu lykilorðinu  þínu?
- ath það gæti tekið eina..tvær mínútur að berast þér í tölvupósti. 
...OOGG ef það er ekki að berast.. liggur það kannski í "Junk- mail"

Nýr meðlimur: Hvernig kaupi ég áskrift?

 1. Opnaðu heimasíðu reebokfitness.is í tölvu eða síma.
  1. Smelltu á ‘Gerast meðlimur’ á forsíðu reebokfitness.is. Veldu ‘Heimastöð’ – þ.e. þá stöð sem þú telur þig líklega/n til að sækja oftast. (ATH. Ef þú velur að kaupa Engin binding/12 mánaðar áskrift í næsta skrefi ertu með aðgang í allar stöðvar, ekki einungis í valdri heimastöð).
 2. Veldu þá dagsetningu sem hentar þér að hefja áskrift.
  1. Í næsta skrefi velur þú þá dagsetningu sem þú óskar þér að hefja áskrift þína. Þú getur valið hvaða dagsetningu sem er.
 3. Veldu hvers konar aðgang þú vilt.
  1. Í næsta skrefi velur þú þann aðgang/áskrift sem hentar þér. Hægt er að velja um: Engin binding/12 mánaðar áskrift, Námskeiðs aðgang, CrossFit Kötlu aðgang og eingreiðslukort (tímabundin kort). Einnig er hægt að velja um aðgang bara að stöðinni í Ásvallalaug ef þú velur ‘Tjarnarvellir & Ásvallalaug’ sem heimastöð.
 4. Fylltu inn persónuupplýsingar.
  1. Þegar þú hefur valið þann aðgang/áskrift sem hentar best flyst þú á næstu síðu þar sem þú fyllir inn persónuupplýsingar, þ.e. nafn, netfang, símanúmer, kennitölu, fæðingardag, kyn og heimilisfang. Í þessu skrefi þarf einnig að haka við að viðkomandi hafi lesið og samþykki skilmála Reebok Fitness til þess að færast á næsta skref og klára kaupferlið.
 5. Greiðsla fyrir aðgang
  1. Í næsta skrefi fer svo fram greiðsla fyrir aðgang, þar sem þú fyllir inn kortaupplýsingar og klárar greiðslu í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Borgun/Salt.
 6. Taktu augnskannamynd í stöðvum Reebok Fitness.
  1. Þegar greiðsla hefur farið í gegn þarf viðkomandi að taka augnskannamynd í einni af eftirfarandi stöðvum: Tjarnarvellir, Holtagarðar, Faxafen, Lambhaga eða Urðarhvarf. Þú færð lykilorð sent í tölvupósti við skráningu sem þú notar til þess að taka augnskannamynd. (ATH. Þetta á ekki við um viðskiptavini sem kaupa kort sem gilda eingöngu í stöðvar Reebok Fitness í sundlaugum Kópavogs).

Núverandi/gamall meðlimur: Hvernig kaupi ég áskrift?

 1. Opnaðu heimasíðu reebokfitness.is í tölvu eða síma.
  1. Veldu græna kallinn efst í hægra horni á reebokfitness.is. Smelltu á ‘Gleymdirðu lykilorðinu þínu?’ til þess að fá sent nýtt lykilorð á netfangið sem þú skráðir. Í kjölfarið skráir þú þig svo inn á ‘Mín síða’ með kennitölunni þinni sem notendanafn og lykilorðinu sem þú fékkst sent. Fyrir miðri síðu sérð þú flipa sem heitir ‘Kaupa kort’. Í felliglugganum velur þú þér ‘Heimastöð’ – þá stöð sem þú telur þig líklega/n til að sækja oftast. (ATH. Ef þú velur að kaupa Engin binding/12 mánaðar áskrift ertu með aðgang í allar stöðvar, ekki einungis valdri heimastöð).
 2. Veldu þá dagsetningu sem hentar þér að hefja áskrift.
  1. Í næsta skrefi velur þú þá dagsetningu sem þú óskar þér að hefja áskrift þína. Þú getur valið hvaða dagsetningu sem er.
 3. Veldu hvers konar aðgang þú vilt.
  1. Í næsta skrefi velur þú þann aðgang/áskrift sem hentar þér. Hægt er að velja um: Engin binding/12 mánaðar áskrift, Námskeiðs aðgang, CrossFit Kötlu aðgang og eingreiðslukort (tímabundin kort). Einnig er hægt að velja um aðgang bara að stöðinni í Ásvallalaug ef þú velur ‘Tjarnarvellir & Ásvallalaug’ sem heimastöð.
 4. Fylltu inn persónuupplýsingar.
  1. Þegar þú hefur valið þann aðgang/áskrift sem hentar best flyst þú á næstu síðu þar sem þú fyllir inn persónuupplýsingar, þ.e. nafn, netfang, símanúmer, kennitölu, fæðingardag, kyn og heimilisfang. Í þessu skrefi þarf einnig að haka við að viðkomandi hafi lesið og samþykki skilmála Reebok Fitness til þess að færast á næsta skref og klára kaupferlið.
 5. Greiðsla fyrir aðgang
  1. Í næsta skrefi fer svo fram greiðsla fyrir aðgang, þar sem þú fyllir inn kortaupplýsingar og klárar greiðslu í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Borgun/Salt.
 6. Fáðu augnskannamynd þína endurvirkjaða.
  1. Við lok greiðslu ætti augnmynd þín að endurvirkjast. Ef þú lendir í vandræðum þegar þú mætir í fyrsta skiptið, hafðu samband við sjálfsafgreiðslu/afgreiðslu eða sendu fyrirspurn í gegnum ‘Hafðu samband’ á reebokfitness.is og við kippum því í lag!

Ef þú hefur frekari vangaveltur, endilega skoðaðu 'Spurt og svarað' (finnur það undir flipanum 'Um okkur') - svörin þín gætu leynst þar! Ef þú finnur svarið ekki þar, ekki hika við að senda okkur fyrirspurn í gegnum 'Hafðu samband' .

Stöðin okkar í Lambhaga er mesti töffarinn. Dökkir veggir, hátt til lofts og nóg pláss. Það er geggjað að kíkja í zumba, hjól og infrarauða salinn! Nóg pláss fyrir alla. CF Katla er líka með eitt af sínum boxum þar. Svo er toppurinn að enda góða æfingu á potti og gufubaði!

Stöðin okkar í Faxafeni 14 er kósy og ofsalega þægileg stöð með rólegheitar stemningu. Frábært útval af styttri tímum í hádeginu. Þessi stöð er með tvo infra rauða sali ásamt einum stórum lyftinga hóptímasal og fullbúnum tækjasal. Mikið er um infrarauða tíma og sér námskeið. Þessi stöð er fyrir þá sem kjósa rólegheit.

Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!

ATH. Við erum ekki með símanúmer

Hafa samband | Facebook spjall

© Höfundarréttur 2020 - Reebok Fitness - Öll réttindi áskilin
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram